Náttúrstofnun Grænlands hefur birt ráðgjöf sína um hvalveiðar fyrir árin 2016 til 2020. Hún felur í sér að óhætt sé að veiða 100 fleiri náhvali en heimilt er að veiða nú og 10 fleiri mjaldra.
Nánar tiltekið er lagt til að heimilt verði að veiða 490 náhvali árlega og 320 mjaldra. Aukningin í náhval er 24,3%.
Vísindamenn Náttúrufræðistofnunarinnar taka fram að þrátt fyrir aukna veiði verði hvalastofnarnir áfram sjálfbærir.