Rauðáta gæti orðið ný stór sjávarauðlind sem hluti af norska fiskiskipaflotanum gæti nýtt í framtíðinni. Fiskistofan norska hefur sent norska sjávarútvegsráðuneytinu skýrslu þar sem lagt er til að heimilaðar verði takmarkaðar atvinnuveiðar á rauðátu í Noregshafi.

Tilraunaveiðar á rauðátu hafa verið stundaðar í mörg ár en nú leggur fiskistofan norska sem sagt til að hluti Noregshafs verði opnaður fyrir atvinnuveiðar. Alls er gert ráð fyrir að veiða megi 165 þúsund tonn af rauðátu þar á ári.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.