Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að heimilt verði að veiða alls um 566 þúsund tonn í Eystrasalti á næsta ári. Þetta er um 15% samdráttur miðað við árið í ár. Þetta kemur fram í blaðinu Fishing News International.
Hér er um nokkrar fisktegundir að ræða, aðallega nokkra síldarstofna, lax, þorsk og skarkola. Lagt er til að þorskkvótinn verði skorinn niður um 20% og verði rúmt 41 þúsund tonn á næsta ári. Lagt er til að kvótinn verði aukinn í skarkola um 18% og fari úr um 3.400 tonnum í rúm 4 þúsund tonn.