Sagt var frá því í Fiskifréttum vorið 2022 að systkinin Lára Hrönn og Siggeir Pétursbörn hygðust ala steinbít í kerjum á landi í Stykkishólmi sumarið 2023.

„Farið verður af stað með um 20 tonn af steinbít og hann alinn áfram í svokölluðu dúkakeri. Verkefnið verður unnið í samstarfi við og Matís,“ sagði í Fiskifréttum í maí 2022. Veiða átti steinbít að vori þegar hann er allt í senn magur, auðveiðanlegur og verðlítill og ala hann síðan fram á vetur þegar mun betra verð er í boði.

„Við sóttum um styrk sem við fengum ekki og nú erum við að reyna að setja saman aðeins minna verkefni og sjá hvernig það gengur. Við ætlum að reyna að keyra á það í vor,“ segir Lára Hrönn.

Ein tilraun í stað marga

Þótt ekki hafi orðið úr þeim áætlunum sem systkinin vonuðust til að hrinda í framkvæmd á nýliðnu sumri segir Lára Hrönn þau alls ekki af baki dottin. Þau hafi áfram trú á verkefninu.

„Við ætlum bara að gera þetta aðeins smærra í sniðum úr því við náðum ekki því fjármagni í startið sem við þurftum,“ segir Lára Hrönn. Verkefninu verði þannig haldið áfram í breyttri mynd án þess að systkinin þurfi að leggja allt undir.

„Við ætluðum að reyna alls konar fæðu og aðferðir í hinu dæminu en keyrum þetta svolítið á auðveldasta hátt núna. Við sjáum hvort þetta gangi ekki og þá er allt hitt eftir, eins og það að fá meiri hagkvæmni. Þannig  að þetta er í raun bara ein tilraun í staðinn fyrir margar,“ útskýrir Lára Hrönn.

Étur allan fjandann

Steinbítinn segir Lára Hrönn mega fóðra á ýmsu. Þegar svipað verkefni hafi verið í gangi á Austurlandi hafi steinbíturinn fengið frosnar plötur af uppsjávarfiski. Þau ætli nú að kanna hvort ekki megi ala steinbítinn á því sem til fellur í fiskvinnslum á svæðinu.

„Hann étur krossfiska og krabba og innyfli og eiginlega bara allan fjandann,“ segir hún.

Að sögn Láru Hrannar stóð upphaflega til að fjárfesta í talsverðum búnaði en þau plön hafa nú verið tónuð verulega niður í fyrsta umgangi. Þau séu komin með það sem til þurfi, meðal annars dælur sem þau hafi fengið að láni.

Steinbítinn á að ala uppi á landi í dúkuðum kerjum sem sjó verður dælt í.

„Það þarf ekki

mjög djúp ker. Steinbíturinn þarf meira flatarmál heldur en dýpt. Þannig að við ætlum að

prufa að gera þetta í dúkakerjum eins og er mikið í Asíu. Einn af hlutunum í þessu verkefni er að sjá hvernig að dúkakerin virka við aðstæður hér,“ segir Lára Hrönn.

Margfaldur verðmunur

Ætla þau Lára Hrönn og Siggeir sem sagt að veiða steinbít að vori og selja þegar fer að vetra.

„Steinbíturinn safnast saman og það er varla þverfótað fyrir honum á ákveðnum tímum. Þá er hann magur og fólk vill hann ekki,“ segir Lára Hrönn. Þegar síðan eftirspurnin sé til staðar þá sé erfitt að ná fiskinum því hann sé lengra úti og dreifðari.

„Þetta er viðkvæmur markaður,“ segir Lára Hrönn. „Þetta má ekki vera of mikið því þá

fellur verðið. Aðalmálið í þessu er þessi mikli verðmunur, hvað hann er ódýr á vorin og sumrin. Hann jafnvel fjór- eða sexfaldast síðan í verði.“

Þetta sé í kringum föstuhátíðina í tengslum við jólin þar sem sumir Frakkar borði helst bara fisk.

Skili gögnum fyrir fjárfesta

Systkinin ætla að nota veturinn til undirbúnings og síðan freista þess að ná í steinbít með vorinutil að hefja tilraunina. Ef vel tekst til verða þau í framhaldinu komin með gögn í hendur til að leggjaá borð fyrir fjárfesta.

„Það er pælingin. Það sem við höfum núna er bara það sem við höfum rætt við fólk og eitthvað sem var gert fyrir löngu og við höfum engar skýrslur að vísa í. Ef þetta lítur út fyrir að vera arðbært eigum við eftir að gera alls konar hluti sem gætu gert þetta enn

arðbærara,“ segir Lára Hrönn.

Systkinin eru bæði skipstjórar og Lára Hrönn, sem er sjávarútvegsfræðingur að mennt, er kórstjóri hjá Karlakór Kjalnesinga. Hún segir bróður sinn reyndar aðalsprautuna í steinbítsverkefninu. „Hann hefur verið í Brasilíu við veiðar og vinnslu og ég hef verið með honum þar aðeins líka.“

Sagt var frá því í Fiskifréttum vorið 2022 að systkinin Lára Hrönn og Siggeir Pétursbörn hygðust ala steinbít í kerjum á landi í Stykkishólmi sumarið 2023.

„Farið verður af stað með um 20 tonn af steinbít og hann alinn áfram í svokölluðu dúkakeri. Verkefnið verður unnið í samstarfi við og Matís,“ sagði í Fiskifréttum í maí 2022. Veiða átti steinbít að vori þegar hann er allt í senn magur, auðveiðanlegur og verðlítill og ala hann síðan fram á vetur þegar mun betra verð er í boði.

„Við sóttum um styrk sem við fengum ekki og nú erum við að reyna að setja saman aðeins minna verkefni og sjá hvernig það gengur. Við ætlum að reyna að keyra á það í vor,“ segir Lára Hrönn.

Ein tilraun í stað marga

Þótt ekki hafi orðið úr þeim áætlunum sem systkinin vonuðust til að hrinda í framkvæmd á nýliðnu sumri segir Lára Hrönn þau alls ekki af baki dottin. Þau hafi áfram trú á verkefninu.

„Við ætlum bara að gera þetta aðeins smærra í sniðum úr því við náðum ekki því fjármagni í startið sem við þurftum,“ segir Lára Hrönn. Verkefninu verði þannig haldið áfram í breyttri mynd án þess að systkinin þurfi að leggja allt undir.

„Við ætluðum að reyna alls konar fæðu og aðferðir í hinu dæminu en keyrum þetta svolítið á auðveldasta hátt núna. Við sjáum hvort þetta gangi ekki og þá er allt hitt eftir, eins og það að fá meiri hagkvæmni. Þannig  að þetta er í raun bara ein tilraun í staðinn fyrir margar,“ útskýrir Lára Hrönn.

Étur allan fjandann

Steinbítinn segir Lára Hrönn mega fóðra á ýmsu. Þegar svipað verkefni hafi verið í gangi á Austurlandi hafi steinbíturinn fengið frosnar plötur af uppsjávarfiski. Þau ætli nú að kanna hvort ekki megi ala steinbítinn á því sem til fellur í fiskvinnslum á svæðinu.

„Hann étur krossfiska og krabba og innyfli og eiginlega bara allan fjandann,“ segir hún.

Að sögn Láru Hrannar stóð upphaflega til að fjárfesta í talsverðum búnaði en þau plön hafa nú verið tónuð verulega niður í fyrsta umgangi. Þau séu komin með það sem til þurfi, meðal annars dælur sem þau hafi fengið að láni.

Steinbítinn á að ala uppi á landi í dúkuðum kerjum sem sjó verður dælt í.

„Það þarf ekki

mjög djúp ker. Steinbíturinn þarf meira flatarmál heldur en dýpt. Þannig að við ætlum að

prufa að gera þetta í dúkakerjum eins og er mikið í Asíu. Einn af hlutunum í þessu verkefni er að sjá hvernig að dúkakerin virka við aðstæður hér,“ segir Lára Hrönn.

Margfaldur verðmunur

Ætla þau Lára Hrönn og Siggeir sem sagt að veiða steinbít að vori og selja þegar fer að vetra.

„Steinbíturinn safnast saman og það er varla þverfótað fyrir honum á ákveðnum tímum. Þá er hann magur og fólk vill hann ekki,“ segir Lára Hrönn. Þegar síðan eftirspurnin sé til staðar þá sé erfitt að ná fiskinum því hann sé lengra úti og dreifðari.

„Þetta er viðkvæmur markaður,“ segir Lára Hrönn. „Þetta má ekki vera of mikið því þá

fellur verðið. Aðalmálið í þessu er þessi mikli verðmunur, hvað hann er ódýr á vorin og sumrin. Hann jafnvel fjór- eða sexfaldast síðan í verði.“

Þetta sé í kringum föstuhátíðina í tengslum við jólin þar sem sumir Frakkar borði helst bara fisk.

Skili gögnum fyrir fjárfesta

Systkinin ætla að nota veturinn til undirbúnings og síðan freista þess að ná í steinbít með vorinutil að hefja tilraunina. Ef vel tekst til verða þau í framhaldinu komin með gögn í hendur til að leggjaá borð fyrir fjárfesta.

„Það er pælingin. Það sem við höfum núna er bara það sem við höfum rætt við fólk og eitthvað sem var gert fyrir löngu og við höfum engar skýrslur að vísa í. Ef þetta lítur út fyrir að vera arðbært eigum við eftir að gera alls konar hluti sem gætu gert þetta enn

arðbærara,“ segir Lára Hrönn.

Systkinin eru bæði skipstjórar og Lára Hrönn, sem er sjávarútvegsfræðingur að mennt, er kórstjóri hjá Karlakór Kjalnesinga. Hún segir bróður sinn reyndar aðalsprautuna í steinbítsverkefninu. „Hann hefur verið í Brasilíu við veiðar og vinnslu og ég hef verið með honum þar aðeins líka.“