Norska fyrirtækið Pure Atlantic AS hefur kynnt byltingarkenndar hugmyndir um laxeldi í risatankskipi úti á rúmsjó. Fyrirtækið hefur sótt um leyfi til laxeldis og hyggst láta smíða eldisskip fyrir 3,3 milljarða norskra króna, um 45 milljarða íslenskra króna. Frá þessu er greint í nýjustu Fiskifréttum.

Gert er ráð fyrir að skipið verði litlu stærra en tankskipið Jahre Viking, stærsta skip veraldarsögunnar. Jahre Viking er 458 metra langt og 69 metrar á breidd. Tankarýmið í eldisskipinu verður um milljón rúmmetrar og þar verður hægt að framleiða um 40 þúsund tonn af eldislaxi á ári.

Risatankskipið verður nær 100% umhverfisvænt. Tölvustýrð segl drífa skipið áfram og vindmilla framleiðir rafmagn fyrir skipið. Vararafstöð verður hins vegar keyrð með gasi ef á þarf að halda.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.