Yfirvöld í Kaliforníu íhuga að flytja milljónir laxaseiða úr eldistöðvum með tankbílum niður að sjó og sleppa þeim. Ástæðan er langvarandi þurrkar sem hafa dregið úr vatnsmagni í ám samkvæmt því sem segir á heimasíðu breska blaðsins The Guardian

Hætta er talið á að árnar sem laxinn syndir eftir frá eldisstöðvunum til hafs séu orðnar of grunnar og vatnið of hlýtt fyrir seiðin og að afföll á þeim gætu orðið mikil. Einnig er talið að seiðin getið orðið afræningjum auðveld bráð við þessar aðstæður.

Miklir hagsmunir eru í húfi þar sem seiðin eru undirstaða stórs hluta alls þess lax sem veiddur er undan strönd Kaliforníu og ratar á borð íbúa ríkisins.

Svipaðir þurrkar voru á árabilinu 1991 til 1992 og voru seiði þá flutt til hafs með bílum og þótti sú aðgerð takast ágætlega.