Sníkjudýrið laxalús er viðvarandi vandamál í laxeldi í heiminum og veldur gríðarlegu tjóni, ekki síst í Noregi og Chile þar sem eldið er mest en í öðrum löndum svo sem á Bretlandseyjum. Tjónið hefur verið metið á 0,1-0,2 evra (15-30 ISK) á hvert kílógramm eða um 300 milljónir evra á ári, jafnvirði 47 milljarða íslenskra króna.
Framan af var reynt að stemma stigu við lúsinni með lyfjagjöf en á síðari árum hefur verið lögð aukin áhersla á að eyða lúsinni með því að sleppa svokölluðum varafiski í laxakvíarnar en hann étur lúsina. Fyrst var þessi fiskur veiddur villtur í sjó, en síðan hafa fiskeldisstöðvar og rannsóknastofnanir einbeitt sér að því að þróa eldi hans í þessu skyni.