Verkefnið Verðmætasköpun úr laxablóði – þróun og prófun framleiðsluferla fékk nýlega styrk frá Matvælasjóði upp á tæplega 25 milljónir króna. Sæmundur Elíasson, verkefnastjóri hjá Matís sem einnig starfar á Háskólanum á Akureyri, segir um að ræða framhald forverkefnis frá í fyrra sem fékk styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og var meðal annars unnið af háskólanemum.

„Þetta er í grunninn vöruþróunarverkefni sem snýst um að þróa vörur úr laxablóði og byggja ofan á þær rannsóknir sem við gerðum í fyrra,“ segir Sæmundur. „Ef maður ætlar að koma því inn hjá iðnaðinum að það sé sniðugt að nýta laxablóðið þarf náttúrlega að vera búið að byggja undir að það séu einhver verðmæti í þessu.“

Skoða þekktar vörur

Auk Sæmundar standa að verkefninu þær Rannveig Björnsdóttir, dósent við Auðlindadeild Háskólans á Akureyri og Hildur Inga Sveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís og lektor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.

Rannveig Björnsdóttir og Hildur Inga Sveinsdóttir. Mynd/Samsett
Rannveig Björnsdóttir og Hildur Inga Sveinsdóttir. Mynd/Samsett

„Þetta er eins og hálfs árs verkefni og við erum byrjuð á fullu. Við höfum skoðað þekktar vörur á markaði sem hafa verið framleiddar úr laxablóði eða öðru fiskblóði. Þær eru ekki mjög margar en það er eitthvað dálítið til. Við ætlum að prófa að safna blóði og framleiða sambærilegar vörur og sjá hvernig okkur gengur með það,“ segir Sæmundur. Þótt framleiða megi alls konar hluti undirstrikar Sæmundur að finna verði leiðir til að gera framleiðsluna hagkvæma. „Ef það á að gera einhvern bisness úr því þá á endanum mega framleiðsluferlarnir ekki kosta meira en hægt er að selja vöruna á.“

Önnur aðferð í Noregi

Ætlunina segir Sæmundur á þessu stigi í raun vera að herma eftir framleiðslu á þekktum vörum og prófa kannski tvær eða þrjár vörur.

„Annar verkþáttur í þessu er síðan þróun á nýjum vörum. Þar erum með hugmyndir að nokkrum nýjum vörum. Ég get ekki sagt nákvæmlega hverjar þær eru en get þó sagt að um er að ræða meðal annars fæðubótarefni til manneldis.“

Söfnun á laxablóði í blóðgunarrennu í forverkefninu. Mynd/Sæmundur Elíasson
Söfnun á laxablóði í blóðgunarrennu í forverkefninu. Mynd/Sæmundur Elíasson

Meðal þeirra fáu vara úr fiskablóði sem Sæmundur segir þegar vera til erlendis eru að hans sögn blóðplasma sem notaðir eru í rannsóknariðnaði, það sé frá framleiðanda Bandaríkjunum.

Um það leyti sem umsókn Sæmundar, Rannveigar og Hildar var send inn í vor segir hann hafa borist frétt af norsku fyrirtæki sem væri að setja á markað járnbætiefni úr laxablóði. Þau hafa ekki vitað mikið um þessa vöruþróun í Noregi þegar þau sóttu um og þau telji norska fyrirtækið nota aðrar aðferðir heldur en þá sem þau hyggist skoða.

Ný skref að loknu þessu

„Við teljum að okkar sérstaða sé meðal annars að nota hreint blóð en ekki að vinna vörur úr blóðvatni; í stað þess að sækja blóðið í útþynnt frárennsli þá ætlum við að þróa það sem við köllum þurrblæðingaraðferð. Við erum þá að sækja hreint og óþynnt blóð úr laxinum og höfum þannig bæði miklu fleiri möguleika til verðmætasköpunar og fáum auk þess hreinna frárennsli,“ segir Sæmundur.

Sem fyrr segir er vinnan þegar komin í gang og Sæmundur segir að ljúka eigi þessum áfanga verkefnisins á einu og hálfu ári. „Við stefnum síðan á að sækja um aðra rannsóknarstyrki til að þróa áfram mekanísku lausnina við að sækja blóðið og safna því,“ segir hann.

Þarf að ná upp hraða

Á fyrsta stigi verkefnisins var gerð tilraunaútgáfa af búnaði sem Slippurinn á Akureyri smíðaði og notaður var til að safna laxablóði.

„Það gekk ágætlega en sú lausn var handvirk og tekur alltof langan tíma. Það þarf að vera hægt að slátra 25 til 30 löxum á mínútu,“ segir Sæmundur sem kveður þau sem að verkefninu standa og Slippinn sömuleiðis hafa mikinn áhuga á því að þróa tæknihliðina áfram.

Háskólanemar og starfsmenn Samherja Fiskeldi við tilraunir í Öxarfirði. Mynd/Sæmundur Elíasson
Háskólanemar og starfsmenn Samherja Fiskeldi við tilraunir í Öxarfirði. Mynd/Sæmundur Elíasson

„Þetta verkefni sem við vorum að fá styrk fyrir núna snýst meira um að finna hvaða verðmætu vörur við getum nýtt blóðið í og síðan eigum við eftir að finna hagkvæmari lausnir til að sækja blóðið,“ ítrekar Sæmundur. Til mikils sé að vinna.

„Það yrði heilmikil nýsköpun ef við færum í þannig verkefni því það er ekkert svona til á heimsvísu.“

Verkefnið Verðmætasköpun úr laxablóði – þróun og prófun framleiðsluferla fékk nýlega styrk frá Matvælasjóði upp á tæplega 25 milljónir króna. Sæmundur Elíasson, verkefnastjóri hjá Matís sem einnig starfar á Háskólanum á Akureyri, segir um að ræða framhald forverkefnis frá í fyrra sem fékk styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og var meðal annars unnið af háskólanemum.

„Þetta er í grunninn vöruþróunarverkefni sem snýst um að þróa vörur úr laxablóði og byggja ofan á þær rannsóknir sem við gerðum í fyrra,“ segir Sæmundur. „Ef maður ætlar að koma því inn hjá iðnaðinum að það sé sniðugt að nýta laxablóðið þarf náttúrlega að vera búið að byggja undir að það séu einhver verðmæti í þessu.“

Skoða þekktar vörur

Auk Sæmundar standa að verkefninu þær Rannveig Björnsdóttir, dósent við Auðlindadeild Háskólans á Akureyri og Hildur Inga Sveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís og lektor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.

Rannveig Björnsdóttir og Hildur Inga Sveinsdóttir. Mynd/Samsett
Rannveig Björnsdóttir og Hildur Inga Sveinsdóttir. Mynd/Samsett

„Þetta er eins og hálfs árs verkefni og við erum byrjuð á fullu. Við höfum skoðað þekktar vörur á markaði sem hafa verið framleiddar úr laxablóði eða öðru fiskblóði. Þær eru ekki mjög margar en það er eitthvað dálítið til. Við ætlum að prófa að safna blóði og framleiða sambærilegar vörur og sjá hvernig okkur gengur með það,“ segir Sæmundur. Þótt framleiða megi alls konar hluti undirstrikar Sæmundur að finna verði leiðir til að gera framleiðsluna hagkvæma. „Ef það á að gera einhvern bisness úr því þá á endanum mega framleiðsluferlarnir ekki kosta meira en hægt er að selja vöruna á.“

Önnur aðferð í Noregi

Ætlunina segir Sæmundur á þessu stigi í raun vera að herma eftir framleiðslu á þekktum vörum og prófa kannski tvær eða þrjár vörur.

„Annar verkþáttur í þessu er síðan þróun á nýjum vörum. Þar erum með hugmyndir að nokkrum nýjum vörum. Ég get ekki sagt nákvæmlega hverjar þær eru en get þó sagt að um er að ræða meðal annars fæðubótarefni til manneldis.“

Söfnun á laxablóði í blóðgunarrennu í forverkefninu. Mynd/Sæmundur Elíasson
Söfnun á laxablóði í blóðgunarrennu í forverkefninu. Mynd/Sæmundur Elíasson

Meðal þeirra fáu vara úr fiskablóði sem Sæmundur segir þegar vera til erlendis eru að hans sögn blóðplasma sem notaðir eru í rannsóknariðnaði, það sé frá framleiðanda Bandaríkjunum.

Um það leyti sem umsókn Sæmundar, Rannveigar og Hildar var send inn í vor segir hann hafa borist frétt af norsku fyrirtæki sem væri að setja á markað járnbætiefni úr laxablóði. Þau hafa ekki vitað mikið um þessa vöruþróun í Noregi þegar þau sóttu um og þau telji norska fyrirtækið nota aðrar aðferðir heldur en þá sem þau hyggist skoða.

Ný skref að loknu þessu

„Við teljum að okkar sérstaða sé meðal annars að nota hreint blóð en ekki að vinna vörur úr blóðvatni; í stað þess að sækja blóðið í útþynnt frárennsli þá ætlum við að þróa það sem við köllum þurrblæðingaraðferð. Við erum þá að sækja hreint og óþynnt blóð úr laxinum og höfum þannig bæði miklu fleiri möguleika til verðmætasköpunar og fáum auk þess hreinna frárennsli,“ segir Sæmundur.

Sem fyrr segir er vinnan þegar komin í gang og Sæmundur segir að ljúka eigi þessum áfanga verkefnisins á einu og hálfu ári. „Við stefnum síðan á að sækja um aðra rannsóknarstyrki til að þróa áfram mekanísku lausnina við að sækja blóðið og safna því,“ segir hann.

Þarf að ná upp hraða

Á fyrsta stigi verkefnisins var gerð tilraunaútgáfa af búnaði sem Slippurinn á Akureyri smíðaði og notaður var til að safna laxablóði.

„Það gekk ágætlega en sú lausn var handvirk og tekur alltof langan tíma. Það þarf að vera hægt að slátra 25 til 30 löxum á mínútu,“ segir Sæmundur sem kveður þau sem að verkefninu standa og Slippinn sömuleiðis hafa mikinn áhuga á því að þróa tæknihliðina áfram.

Háskólanemar og starfsmenn Samherja Fiskeldi við tilraunir í Öxarfirði. Mynd/Sæmundur Elíasson
Háskólanemar og starfsmenn Samherja Fiskeldi við tilraunir í Öxarfirði. Mynd/Sæmundur Elíasson

„Þetta verkefni sem við vorum að fá styrk fyrir núna snýst meira um að finna hvaða verðmætu vörur við getum nýtt blóðið í og síðan eigum við eftir að finna hagkvæmari lausnir til að sækja blóðið,“ ítrekar Sæmundur. Til mikils sé að vinna.

„Það yrði heilmikil nýsköpun ef við færum í þannig verkefni því það er ekkert svona til á heimsvísu.“