Þeim fjölgar stöðugt tilbúnu fiskréttunum sem boðnir eru á markaði erlendis. Þýska matvælafyrirtækið Costa hefur nú hafið sölu á tilbúnu laxa-lasagna, að því er fram kemur í kynningu frá fyrirtækinu á fis.com.
Í kynningunni segir að hið hefðbundna lasagna með Bolognese sósunni hafi verið enduruppgötvað með því að nota laxinn sem aðalhráefnið. Þessum rétti er lýst fjálglega sem sælkeramat. Innihaldið er safarík laxaflök með spínati, lasagna pasta, sýrðum rjóma, múskati og osti. Tilbúið í ofninn og klikkar ekki sem ljúffengur matur fyrir alla fjölskylduna.