Í tilefni af umræðu um samanburð á launum í fiskvinnslu í Noregi og á Íslandi hefur Samherji tekið saman allan kostnað sem fyrirtæki í Noregi og Þýskalandi hafa á vinnustund samanborið við Samherja á Dalvík.

Niðurstaðan er sú að meðallaunakostnaður er hæstur hjá Samherja á Dalvík eða 3.501 krónur á klukkustund. Í bolfiskvinnslu í Noregi er hann 3.433 kr/klst., í laxavinnslu í Norður-Noregi er hann 3.424 kr/klst., í fiskverksmiðju í Þýskalandi er meðallaunakostnaðurinn 2.808 kr/klst. og í bolfiskvinnslu í Þýskalandi er hann 2.207 kr/klst.

Þetta kemur fram í bréfi sem forsvarsmenn Samherja stíla á starfsfólk sitt og birtist á vef fyrirtækisins. Þar er nánar útlistað hvernig þessi niðurstaða er fengin. Sjá HÉR