Þrátt fyrir auknar veiðar er gert ráð fyrir því að tekjur danskra sjómanna lækki umtalsvert.
Samkvæmt tölum frá dönsku fiskistofunni hafa laun danskra sjómanna lækkað um 14% á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra.
Frá janúar í ár til og með ágúst voru tekjur sjómanna komnar niður í tæpa 1,4 milljarða danskra króna (um 34 milljarðar ísl.kr.) þrátt fyrir að aflinn hafi aukist um 13%. Ástæðan er sú að verð á mörkuðum hefur lækkað í kjölfar heimskreppunnar. Á sama tíma hafa tekjur þeirra sem stunda veiðar á bræðslufiski aukist um 14%. Reyndar hefur verð á þeim fiski lækkað um 6% en magnið hefur aukist um 21%.