Landvinnsla er í sókn og hefur aldrei verið meiri ef litið er á tíu ára tímabil. Þetta kom fram á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva er fjallað var um hlutfallslega ráðstöfun botnfiskaflans frá 2002 til og með júlí 2012.
Landvinnslan fór heldur minnkandi framan af á tímabilinu og var lægst um 50% árið 2009. Eftir það hefur fiskvinnsla í landi aukist, var 64% af botnfiskaflanum á síðasta ári og var komin í 65% í janúar til júlí 2012. Á sama tíma hefur sjófrysting botnfisks minnkað hlutfallslega.
Sjá nánar um málið í nýjustu Fiskifréttum sem koma út í dag.