Landeldi, nú First Water, sem vinnur að uppbyggingu sjálfbærs laxeldis í Þorlákshöfn, hefur lokið 82 milljóna evra fjármögnun, um 12,3 milljarðar ÍSK. Með hlutafjáraukningunni er fjármögnun uppbyggingar fyrsta áfanga landeldisstöðvar First Water tryggð. Framleiðslugeta fyrsta áfanga verður um 8 þúsund tonn af laxi á ári en áætlanir félagsins miða við að heildarframleiðsla verði að lokum um 50 þúsund tonn og að uppbyggingu verði lokið árið 2028. Áformað er að skrá First Water á hlutabréfamarkað 2025 og sækja samhliða skráningu aukið fjármagn til áframhaldandi uppbyggingar.

Í frétt á heimasíðu First Water segir: Félagið, sem til skamms tíma gekk undir nafninu Landeldi hf., hefur tekið upp nýtt heiti; „First Water – Salmon from Iceland”. Nafnið sækir uppruna sinn í gæðaflokkun gimsteina, en tærasti flokkur gimsteina kallast „first water”, líkt og hið tærasta vatn. Með nafninu er vísað til þeirra miklu vatnsgæða sem landeldisstöð First Water býr að í Þorlákshöfn, bæði af hendi náttúrunnar og fyrir tilstuðlan einstaks tæknibúnaðar First Water. Sú staðreynd að nær öll framleiðsla félagsins verður seld erlendis skýrir að enskt nafn hafi orðið fyrir valinu.“

Félagið hefur lokið umhverfismati og hefur öðlast öll leyfi til að ala árlega um 8 þúsund tonn af laxi, en Landeldi breytist í First WaterAlls eru nú um 1,8 milljónir laxa í seiða- og áframeldisstöðvum First Water. Fyrsta slátrun fór fram í maí 2023 og næsta uppskera er áætluð í ágúst 2023. Hluthafar First Water eru um 115 talsins eftir hlutafjáraukninguna. Meðal hluthafa eru frumkvöðlar, stjórnendur og starfsmenn, auk einka- og stofnanafjárfesta. Stærsti hluthafi First Water er fjárfestingafélagið Stoðir hf.