Landanir grænlenskra skipa á makríl í sumar munu taka mið af sama magni og landað var af Grænlandsmiðum á síðasta ári.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem segir frá undirritun á árlegum samstarfssamningi milli Íslands og Grænlands á sviði fiskveiða.

Umfjöllunarefni fundarins voru fyrst og fremst fiskistofnar sem snerta sameiginlega hagsmunir beggja ríkjanna. Sjá frétt ráðuneytisins HÉR .

Í lok fundar var undirritaður nýr fiskveiðisamningur um Dhornbanka rækju sem er sameiginlegur stofn á svæðinu norður og vestur af Vestfjörðum. Ákveðið var að Grænlendingar geti veitt 350 tonn Íslandsmegin og Íslendingar 350 Grænlandsmegin línu til að byrja með, en ráðgjöf um veiðar á þessum stofni er aðeins um 2.000 tonn.

Fram kom að Hafrannsóknastofnun muni stunda rannsóknir á makríl næsta sumar við Grænland líkt og gert var sl. sumar. Gert er ráð fyrir að verkefnið aukist verulega.

Þess má geta að um 25 þúsund tonnum af makríl af Grænlandsmiðum var landað á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt tölum sem Fiskifréttir fengu frá Fiskistofu. Þar af lönduðu íslensk skip um 12 þúsund tonnum og grænlensk skip um 13 þúsund tonn.