Landaður afli í janúar 2025 var tæp 78,7 þúsund tonn sem er 11% minna en í janúar árið á undan. Á tólf mánaða tímabilinu frá febrúar 2024 til janúar 2025 var heildaraflinn 985 þúsund tonn en var 1,356 þúsund tonn árið áður. Samdrátturinn fólst aðallega í því að engin loðna var veidd.

Upplýsingarnar sem birtast um fiskafla frá Hagstofu Íslands eru bráðabirgðatölur og byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands, útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.