Það veldur áhyggjum að lítið fannst af smáhumri (skjaldarlengd undir 40 mm) í nýafstöðnum humarleiðangri Hafrannsóknastofnunar. Helst var vart við nýliðun norðan við Eldey og í Skerjadýpi.Stofnvísitala humars var núna rétt undir meðaltali síðasta aldarfjórðungs og hefur farið lækkandi frá metárinu 2008.
Í afla var 10-12 ára humar (skjaldarlengd 50–57 mm) mest áberandi eða árgangar frá 2002-2004. Hlutfall stærri humars, humar eldri en 14 ára (skjaldarlengd yfir 60 mm), hefur aldrei mælst hærra og var á mörgum svæðum töluvert um humar stærri en 70 mm.
Sjá nánar niðurstöður leiðangursins á vef Hafrannsóknastofnunar.