Í veiðarfæraleiðangri rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar, sem er nýlega lokið, voru gerðar áframhaldandi tilraunir með notkun lagskiptrar botnvörpu en henni er einkum ætlað að skilja ýsu frá öðrum tegundum meðan á veiðum stendur. Lagskipt botnvarpa er venjuleg botnvarpa með láréttu netþili sem skiptir vörpubelgnum í efri og neðri hluta.
,,Tilraunir okkar hafa sýnt að ýsan leitar upp á við eftir að hún kemur inn í trollið og fara yfirleitt meira en 90% af henni í efri pokann,“ segir Haraldur Arnar Einarsson veiðarfærasérfræðingur Hafrannsóknastofnunar.
Sjá nánari umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum.