Norska síldarsölusamlagið hefur ákveðið lágmarksverð á norsk-íslenskri síld eftir að útséð var um að ekki næðist samkomulag við þá sem kaupa síld til manneldisvinnslu eða bræðslu.

Lágmarksverð á síld sem er 350 grömm eða stærri verður 5,25 krónur á kílóið (tæp 91 ISK) en 5 krónur (um 86 ISK) á síld í stærðarflokknum 300 grömm til og með 349 grömm. Sjá nánar HÉR .