Samkomulag hefur náðst í Noregi um lágmarksverð á loðnu til manneldisvinnslu, að því er fram kemur á vef norska síldarsamlagsins. Lágmarksverðið er 2,10 norskar krónur á kíló, eða sem samsvarar rétt um 36 krónum íslenskum.

Loðnukvóti Noregs í Barentshafi er tæp 72 þúsund tonn en auk þess mega norsk skip veiða 40.300 tonn af loðnu við Ísland eins og áður hefur fram komið.