Norska ferskfisksamlagið, Norges Råfisklag, og landssamtök fiskvinnslunnar í Noregi hafa komist að samkomulagi um lágmarksverð á grásleppuhrognum til sjómanna á vertíðinni.
Verðið er 30 krónur norskar á kílóið (657 ISK) af hrognum eða 4.500 krónur á tunnuna sjóverkaða (98.550 ISK). Miðað er við hrogn sem vegin eru eftir að sjór hefur runnið af þeim í minnst 20 mínútur. Verðið gildir frá og með 6. mars að telja.