Norska síldarsölusamlagið hefur ákveðið lágmarksverð á ferskum makríl sem gildir frá 18. júlí.

Kaupendur eiga að greiða að lágmarki 12 norskar krónur á kílóið, eða um 254 krónur íslenskar.

Síldarsölusamlagið segir í tilkynningu að mikilvægt sé að aðilar virði lágmarksverðið í viðskiptum sín á milli.

Lítilsháttar hefur verið landað af makríl í Noregi til þessa. Meðalverð á lönduðum afla er 10,18 NOK eða 215 ISK.