Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra mælir í dag fyrir frumvarpi um breytingar á lögunum um veiðigjöld. Í frétt á vef ráðuneytisins segir m.a.:
,,Umtalsverð lækkun álagningar [veiðigjalds] á botnfiskveiðar miðað við yfirstandandi fiskveiðiár speglar m.a. lækkun á verði þorsks á mörkuðum en hækkun á álagningu á uppsjávarveiðar ræðst af bættri afkomu uppsjávarveiðifyrirtækja. Með þessu er áætlað að innheimt veiðigjöld á næsta fiskveiðiári nemi um 10 milljörðum.“
Ennfremur segir: ,,Á síðustu árum hafa sjávarútvegsfyrirtæki greitt niður skuldir og tekjuskattsgreiðslur þeirra hafa á sama tíma aukist umtalsvert. Talið er, samkvæmt áætlun Deloitte, að tekjuskattsgreiðslur þeirra muni nema um 8,5-9,5 milljörðum á rekstrarárinu 2012.“
Sjá nánar fréttatilkynningu á vef atvinnuvegaráðuneytisins, HÉR