Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur ákveðið að staðfesta lög um lækkun á veiðigjaldi og verðum þeim því ekki vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á Bessastöðum nú fyrir stundu.
Forsetinn tók fram að lögin breyttu ekki skipan fiskveiðistjórnunar. Áfram yrði greitt almennt veiðigjald og sérstakt veiðigjald, alls um 10 milljarðar króna á næsta ári. Þá væri verið að færa til gjaldtöku á milli uppsjávarveiða og annarra veiða.
Sjá yfirlýsingu forseta Íslands: http://www.forseti.is/media/PDF/2013_07_09_Yfirlysing.pdf