Humarstofninn er í þokkalegu ástandi en þó mældist vísitala hans lægri í nýafstöðnum leiðangri en undanfarin ár. Það kann að mega skýra með því að skilyrði til veiða voru léleg á stórum svæðum. Vísbendingar eru um að nýliðun sé í meðallagi, að því er fram kemur í nýjustu Fiskfréttum.

Humarleiðangur Hafrannsóknastofnunar á Dröfn RE fór fram dagana 9. maí til 22. maí. Veðurskilyrði voru mjög góð lengst framan af en leiðangurinn endaði með miklum bræludögum á vestursvæðinu að sögn Hrafnkels Eiríkssonar, leiðangursstjóra.

,,Það sem einkenndi austursvæðið, og reyndar leiðangurinn í heild, var að aflinn var jafngóður. Við fengum ekki risahöl inn á milli, 500-700 kíló eða jafnvel meir, sem tíðkast hafa í leiðöngrum frá árunum 2006 og 2007. Hins vegar fengum við mörg ágætishöl, 300-400 kíló, miðað við að togað væri í tvo tíma,“ sagði Hrafnkell.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.