Vísindamenn hafa dregið hulu frá einni einni furðunni í hafdjúpunum. Að þessu sinni fylgdust þeir með kolkrabba sem lá í fjögur ár og fimm mánuði á hrognum áður en þau klöktust út.
Greint var frá þessu í tímaritinu PLOS One og er þar sagt að þetta sé tvöfalt lengri "útungunartími" en áður hafi verið vitað um í dýraríkinu. Náttúruvalið tryggi með þessu að afkvæmin þroskist í köldum djúpsjónum.
Fylgst var með atferlinu með sjálfstýrðum kafbáti í gili á hafsbotninum um 1,4 km úti fyrir strönd Kaliforníu.
Sjá nánar um þetta á vef bbc.com.