Hitasveiflur í Kyrrahafi eru að öllum líkindum skýringin á því að meðalhitinn á jörðinni hefur ekki rokið upp í hæstu hæðir. Þrátt fyrir gríðarlega losun á koltvísýringi út í andrúmsloftið hefur meðalhitinn á jörðinni ekki stigið samsvarandi síðustu 15 árin.

Vísindamenn hafa nú birt nýjar rannsóknir og útreikninga sem sýna að langvinnar sveiflur hitastigs sjávar í Kyrrhafi séu að minnsta kosti hluti af skýringunni á því að gróðurhúsaáhrifin af losun koltvísýrings séu ekki enn meiri en raun ber vitni. Þetta kemur fram í grein í Berlingske .

Í hitabeltishluta Kyrrahafsins hefur sjávarhitinn lækkað frá árinu 1998. Þetta hafsvæði þekur um átta prósent af flatarmáli jarðar. Hitinn þar hefur áhrif á loftslag í heiminum. Niðursveifla á sjávarhita geta tekið um 10 til 30 ár. Kólnun sjávar í Kyrrahafi er þannig talin vera mótvægi gegn gróðurhúsaáhrifum. Væntanlega snýst dæmið við þegar sjávarhitinn þar hækkar á ný