Michael Gove, umhverfisráðherra í bresku ríkisstjórninni, hefur síðustu daga verið hér á landi að ræða við ráðamenn til að ræða meðal annars sjávarútvegsmál, en undir ráðuneyti hans heyra sjávarútvegs- og landbúnaðarmál.

Einnig heimsótti hann nokkur íslensk fyrirtæki sem tengjast sjávarútvegi, en Gove sagði megintilgang heimsóknarinnar vera að kynna sér íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið og starfsemi á sviði sjávarútvegs hér á landi.

Í gær með Þorgerði Katríni Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og ræddu þau ýmis mál sem tengjast sjávarútvegi og landbúnaði í löndunum tveimur.

Þar i ráðuneytinu fékk hann einnig kynningu á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu og starfsemi Hafrannsóknarstofnuna.

Á þriðjudag átti Gove fundi með bæði Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra og Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Á þessum fundum bar væntanlegt brotthvarf Breta úr Evrópusambandinu meðal annars á góma.