Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna (unuftp.is)hefur nýlokið gerð þriggja stuttra kynningarmyndbanda um lykilþætti í þróun og stjórnun sjávarútvegs og fiskeldis.
Myndböndin eru gerð í samstarfi við fjölmiðlasetur Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Tókýo og ýmsa samstarfsaðila hér á landi eins og Hafrannsóknastofnun, Matís, Háskóla Íslands og Háskólann á Hólum. Myndböndin segja sögu nemenda í sex mánaða þjálfunarnámi við Sjávarútvegsskólann og hvernig þeir nýta sér þjálfunina hér á landi til að glíma við helstu vandamál og viðfangsefni sem eru í sjávarútvegi og fiskeldi í þeirra.
Myndböndin má sjá á vef Hafró, HÉR