Fiskveiðistjórnunarráðið í Norður-Kyrrahafi hefur lagt fram niðurstöður sínar varðandi veiðar á botnfiski í Beringshafi og við Aljútíneyjar. Aflamark í alaskaufsa og kyrrahafsþorski verður aukið verulega í kjölfarið á gríðarlegum vexti þessara stofna.

Í Austur-Beringshafi verður aflamark fyrir ufsa árið 2011 hækkað um 54% og fer úr 813 þúsund tonnum í ár í 1.252 þúsund tonn á næsta ári. Aflamark fyrir kyrrahafsþorsk hækkar um 35% og fer úr 228 þúsund tonnum í ár í 169 þúsund tonn árið 2011.

Fiskveiðistjórnunarráðið ákveður aflamark fyrir um 12 tegundir á svæðinu. Heildaraflamark fyrir botnfisk í Beringshafi fyrir árið 2011 er 1.997 þúsund tonn.

Í Alaskaflóa verður leyft að veiða rúm 96 þúsund tonn af ufsa og rúm 65 þúsund tonn af kyrrahafsþorski.

Heimild: www.fis.com