Leyfilegur  heildarafli í Eldeyjarrækju á yfirstandandi ári er 200 tonn. Reglugerð þar að lútandi hefur verið gefin út. Úthlutað hefur  verið 189,4 tonnum til skipa á grundvelli aflahlutdeilda. Kvótinn skiptist á sjö skip. Kvótinn er svipaður og í fyrra.

Samkvæmt reglugerðinni eru  veiðarnar á Eldeyjarrækju heimilar til 31. desember 2015 og ennfremur eru rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi heimilar til 31. ágúst nk.

Sjá nánar á vef Fiskistofu.