,,Kvótverðið fór úr böndunum vegna þess að bankarnir voru svo liprir við að lána jafnvel þótt ekki væri rekstrargrundvöllur fyrir kvótakaupum á þessu verði," segir Hjörtur Gíslason stjórnarformaður útgerðarfyrirtækisins Ögurvíkur hf. í ítarlegu viðtali í páskablaði Fiskifrétta.

Að sögn Hjartar hafði Ögurvík áhuga á að bæta við sig kvóta á þessum tíma til þess að styrkja undirstöður útgerðarinnar. ,,Það varð hins vegar ekkert úr þeim fjárfestingum því kvótaframboð var mjög lítið og verðið á kvótanum svo hátt að fjármunirnir hefðu orðið arðlausir í 15-20 ár," segir hann.

Sjá nánar viðtalið við Hjört i páskablaði Fiskifrétta sem fylgir Viðskiptablaðinu.