„Vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru um stjórn makrílveiða hefur verið til athugunar í ráðuneytinu að lagt verði fram sérstakt lagafrumvarp um hlutdeildarsetningu makrílstofnsins, sem þó mundi byggja á meginreglum laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands,“ segir í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Björns Vals Gíslasonar á Alþingi um það hvort ráðherra hafi í hyggju að kvótasetja veiðiheimildir í makríl á skip (fastan kvóta).

Í lögunum sem þarna er vísað til segir m.a.: „Sé tekin ákvörðun um að takmarka heildarafla úr slíkum stofni sem samfelld veiðireynsla er á skal aflahlutdeild einstakra skipa ákveðin á grundvelli veiðireynslu þeirra miðað við þrjú bestu veiðitímabil þeirra á undangengnum sex veiðitímabilum.“

Sjá svar ráðherrans í heild HÉR og umrædd fiskveiðilög HÉR.