Þorskkvótinn í Barentshafi verður aukinn úr 703.000 tonnum á þessu ári í 751.000 tonn á því næsta, ef farið verður að ráðum Alþjóðahafrannsóknaráðsins.
Þá er lagt til að ýsukvótinn verði aukinn úr 303.000 tonnum í 318.000 tonn. Ennfremur er ráðlagt að aflaheimildir í grálúðu verði auknar úr 13.000 tonnum í 15.000 tonn. Hins vegar leggja fiskifræðingar til að ufsakvótinn verði minnkaður úr 173.000 tonnum í 164.000 tonn.
Þessi kvótaaukning í þorski og ýsu fyrir næsta ár kemur í framhaldi af ríflegri aukningu á þessu ári.
Norðmenn og Rússar nýta fiskistofna í Barentshafi sameiginlega og er gert ráð fyrir að farið verði að tillögum Alþjóðahafrannsóknaráðsins nú eins og í fyrra.