Mokveiði hefur verið á miðum báta frá Snæfellsnesi að undanförnu. Flestir bátanna eru við það að klára kvótann þótt vertíðin hafi ekki náð hámarki ennþá.
,,Ég er búinn að vera skipstjóri í 25 ár og ég hef aldrei séð svona mikið af fiski á ferðinni hér í Breiðafirði. Jafnframt hefur fiskurinn aldrei verið svona vel haldinn enda hefur hann greinilega nóg að éta,” segor Guðbrandur Björgvinsson skipstjóri á netabátnum Arnari SH frá Stykkishólmi í samtali við Fiskifréttir í dag.
Útgerðin ætlar sér 50 tonn á mánuði til þess að treina kvótann og í þessum mánuði kláraðist sá skammtur á sex dögum. Síðasta daginn þurftu þeir að tvílanda því alls fengust tæp 19 tonn í 40 net.
Sjá nánar í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.