Kristján HF 100 er kvótahæsti krókaaflamarksbátur á fiskveiðiárinu 2022-23 með alls 1.915 þorskígildistonn samkvæmt upphafsúthlutun 1. september síðastliðinn. Til viðbótar hafa 96 tonn verið flutt á bátinn frá síðasta ári en á móti hafa 22 tonn verið flutt af Kristjáni HF á aðra báta, þannig að kvótastaðan var komin í 1.989 tonn. Þar af er Kristján HF nú þegar búinn að landa 96 tonnum.
Næst mesta úthlutunin kom í hlut Jónínu Brynju ÍS 55, sem fékk 1.711 tonn og þar næst er Tryggvi Eðvarðs SH 2 með 1.645 tonn.
Heildarsamantekt um úthlutanir aflaheimilda eftir útgerðum, skipaflokkum, tegundum o.fl. er að finna í Kvótablaði Fiskifrétta.