Sjávarútvegsráðherra hefur gefið út reglugerð um aukinn loðnukvóta Íslands. Fer heildarkvótinn úr tæpum 127 þúsund tonnum í 405 þúsund tonn. Þar af fer rúmt 21 þúsund tonn í pottana svonefndu þannig að úthlutað aflamark á skip er um 384 þúsund tonn.

Kvótahæsta loðnuskipið er Vilhelm Þorsteinsson EA með um 35.300 tonn. Beitir NK og Börkur NK koma þar á eftir með um 33.700 tonn hvort skip.

Íslensk skip hafa veitt um 65 þúsund tonn á loðnuvertíðinni til þessa.