Heildarframboð þorsks úr Atlantshafi er áætlað um 800 þúsund tonn á árinu 2009, samkvæmt því sem fram kom á ráðstefnui Groundfish Forum síðastliðið haust. Hlutur Íslands af heild áður en tilkynnt var um kvótaaukningu þorsks á dögunum var liðlega 16% en verður um 20% eftir hana.
Sú 30 þúsund tonna þoskkvótaaukning sem sjávarútvegsráðherra ákvað svarar því til tæplega 4% af heildarframboði atlantshafsþorsks. Hvort þetta aukna framboð mun hafa einhver áhrif á markaðsverð á eftir að koma í ljós.