Ljósmál ehf. vinnur nú að gerð heimildarmyndar um sögu íslenskra vita. Þetta er fyrsta mynd sinnar tegundar hér á landi og er unnin í samstarfi reyndra innlendra kvikmyndagerðarmanna og Íslenska vitafélagins, með stuðningi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

„Saga vitanna spannar yfir rúmlega 80 ára tímabil og er stærri hluti af mótunarsögu íslensks samfélags en almennt hefur komið fram. Hún er saga tækniframfara og þróunar, hluti af sjálfstæðisbaráttu lítillar þjóðar. En hún fjallar einnig um glímuna við óblíð náttúruöfl og sorgir og sigra þjóðar sem hefur ávallt lifað í návígi við hafið,“ segir Dúi J. Landmark, framleiðandi myndarinnar.

Ísland vitavæddist á rúmum 80  árum, og sú uppbygging er stór hluti af framfara- og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, sögu hafnamála, útgerðar og fiskveiða og síst en ekki síðast öryggismálum sjómanna og sæfarenda.  Margir af þeim sem tengjast siglingum og sjávarútvegi þekkja sögu vitana vel og vita hversu mikilvægt þeirra hlutverk var.

Nánar segir frá verkefnum á vef SFS og þar er einnig að finna þetta kynningarmyndband.