Gríðarlegur kuldi hefur komið í veg fyrir að grænlenskir grásleppukarlar hafi getað hafið veiðar. Frá þessu er skýrt á vef LS . Í meðalári hefur veiði hafist 1. apríl og á þessum tíma hafa milli tvö og þrjú þúsund tunnur af grásleppuhrognum verið tilbúnar til útflutnings.
Enn eru flest veiðisvæði undir 50 - 60 cm þykkum ís og ástandið því ekki björgulegt. Síðast þegar svipað kuldakast reið yfir árin 2008 og 2009 kom það niður á heildarveiðinni (sjá meðf. graf).
Á vef LS segir að samkvæmt áreiðanlegum heimildum séu kaupendur sem keypt hafa hrogn á Grænlandi farnir að spyrjast fyrir um hrogn héðan. Gangi það eftir megi búast við meiri eftirspurn og verð kunni því að hækka í kjölfar hennar.
© Aðsend mynd (AÐSEND)