Slippurinn / DNG á Akureyri hefur hannað nýja búnað sem gerir makrílbátum á handfæraveiðum kleift að taka færið beint inn á rúlluna í stað þess að vera með gálga sem liggur yfir bátinn.

„Nýjungin felst í því að slóðinn fer allur inn á keflið en liggur ekki yfir bátinn.  Þegar krókurinn kemur inn á keflið leggst utan um hann borði sem kemur í veg fyrir að krókarnir flækist,“ segir Kristján B. Garðarsson rekstrarstjóri DNG hjá Slippnum á Akureyri í samtali við Fiskifréttir. „Búnaðurinn er drifin af rúllunum sem eru þær sömu og menn hafa  notað til þessa. Framförin felst í því hvernig krókarnir eru teknir inn og settir út en ekki í handfærarúllunum sjálfum.“

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.