Á sama tíma og íslenskir handfærabátar moka upp stórum makríl hér við land berast þær fréttir frá Noregi að færabátum þar gangi illa að veiða makríl og fiskurinn sé smár, að því er fram kemur á vef norska síldarsölusamlagsins .

Þeir handfærabátar sem eru lengst frá landi hafa veitt makríl sem er 300 til 350 grömm að þyngd en ekki veiðist makríll þar í miklum mæli. Nokkur fjöldi báta hefur hafið þessar veiðar en árangurinn er ekki góður. Makríllinn veiðist mun seinna á handfærin en verið hefur undanfarin ár. Nær ströndinni er aflinn betri en þar er makríllinn mun smærri. Algengt er að bátarnir veiði þar makríl sem er um 200 til 220 grömm að þygnd.