Ýsuafli krókaaflamarksbáta er aðeins 19 tonnum meiri en á síðasta fiskveiðiári og þeir hafa þegar nýtt um 80,6% leyfilegs heildarafla í ýsu. Við hálfnað fiskveiðiárið standa eftir heimildir í ýsu upp á einungis 1.334 tonn.

Þetta kemur fram í uppgjöri Fiskistofu á fyrri helming fiskveiðiársins.

Aflamarksskip hafa á hinn bóginn nýtt um 59% ýsukvóta síns.