Krókaaflamarksbátar hafa veitt 4.513 tonn af ýsu það sem af er fiskveiðiárinu sem eru 47% af úthlutuðum heimildum. Alls hafa þeir bætt við sig 625 tonnum með því að leigja heimildir úr aflamarkskerfinu, en á sl. fiskveiðiári juku þeir ýsuheimildir sínar um alls 2.794 tonnum með leigu úr stærra kerfinu.
Vakin er athygli á þessu á vef Landssambands smábátaeigenda. LS hefur hvatt sjávarútvegsráðherra til að bregðast strax við þeim vandræðum sem komin eru upp á leigumarkaðinum, m.a. með því að ýsa hjá smábátum sem veidd er á línu reiknist aðeins að hálfu til afla/krókaaflamarks fram að áramótum.