Krókaaflamarksbátar hafa veitt rúmlega 57% af ýsukvóta sínum á fyrsta fjórðungi fiskveiðiársins samanborið við rétt um 50% í fyrra á sama tíma. Aflamarksskip hafa veitt tæp 20% ýsukvóta síns.

Hér eru meðtaldar aflaheimildir  sem fluttar hafa verið frá fyrra ári og sérúthlutanir, en þess má geta að heildaraflamark í ýsu var minnkað úr 63.000 tonnum í 50.000 tonn milli ára.

Aflamarksskip hafa nýtt liðlega 30% af heimildum sínum í þorski fyrstu þrjá mánuði fiskveiðiársins sem er álíka og á sama tíma í fyrra. Krókaaflamarksbátar hafa veitt 24% sinna þorskveiðiheimilda samanborið við tæplega 23% í fyrra.

Þetta kemur fram á vef Fiskistofu. Sjá nánar HÉR