Verkefni bátasmiðja á Íslandi hafa dregist saman í heild en verkefnastaða þeirra er mjög misjöfn. Tvær stærstu smiðjurnar höfðu næg verkefni á síðasta ári og horfur hjá þeim fyrir árið í ár eru góðar, að því er fram kemur í nýjustu Fiskfréttum.

Í kringum 20 plastbátar voru smíðaðir hér á landi á síðasta ári og stór hluti þeirra var fluttur til útlanda samkvæmt upplýsingum sem Fiskifréttir fengu hjá framleiðendum. Heldur færri bátar voru smíðaðir á síðasta ári en árin á undan.

Um 75 manns vinna við nýsmíðar á plastbátum hér á landi hjá fjórum fyrirtækjum. Tvö þeirra eru með umtalsverða starfsemi, Trefjar ehf. í Hafnarfirði og Seigla ehf. á Akureyri.

Ítarlega er fjallað um stöðu bátasmíðinnar í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag.