Loðnuskipið Norderveg kom til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði sl. föstudagskvöld með 800 tonn af loðnu til hrognatöku, að því er fram kemur á vef Loðnuvinnslunnar.

Loðnan var kreist og fryst voru um 72 tonn af hrognum. Þá voru um 200 tonn af karlloðnu fryst fyrir Rússlandsmarkað.

Þetta er í sjöunda skipti á fjórum árum sem kemur skip til Loðnuvinnslunnar með loðnu til hrognatöku frá útgerð Norderveg í Bergen.