Hið vinsæla herrakvöld Kótelettufélags togarajaxla verður haldið í Kórnum Kópavogi 1. desember næstkomandi og hefst stundvíslega á glasi klukkan 18.30.
Þarna verða á borðum lúbarðar eðalkótelettur í raspi algjörlega ófituhreinsaðar.
Meðlætið er nýupptekið grænmeti frá ORA. Með þessu verður ekkert sterkara en malt sem verður til öryggis þynnt með appelsín.
Hluti af aðgangseyri rennur til Hafliðafélagsins sem hefur staðið fyrir smíði á líkani af síðutogurunum Hafliða SI og Elliða SI.
Áhugasamir hafi samband við [email protected]