Vísindamenn hafa komist að því að fjöldi köngulóartegunda veiða sér fisk til matar.

Hingað til hefur fyrst og fremst verið talið að fæða köngulóa sé önnur skordýr en ný rannsókn bendir til þess að fiskát sé útbreitt meðal tegunda með kjörlendi nálægt ferskvatni.

Í sumum tilvikum beita köngulær göróttu eitri sínu til þess að drepa fisk sem er mun stærri en þær sjálfar.

Í rannsókninni var fylgst með köngulóm éta fisk úti í villtri náttúrunni og öðrum tegundum sem í samvinnu veiða fisk sér til matar.

Kjörlendi þessara köngulóa er við jaðra grunnra lækja, tjarna eða í mýrlendi. Sumar þeirra eru syndar og geta einnig kafað í vatni og gengið á yfirborði þess. Flestar gefa þær frá sér eitur og ensími sem gerir þeim kleift að drepa og melta fisk með mun meiri massa en þær sjálfar. Greint er frá þessu á vef BBC.