Skráðar komur erlendra skipa hingað til lands voru 2.225 á síðasta ári. Þetta er fjölgun um 200 skipakomur frá árinu áður, að því er fram kemur á vef Siglingastofnunar.

Starfsmenn Siglingastofnunar skoðuðu 70 erlend skip hér. Skipin voru frá 25 þjóðlöndum. Þeir tóku þátt í sérstakri skoðunarherferð í samstarfi við Yokyo Mou á vegum hafnaríkiseftirlitsins.