„Framtíðin er núna, það er allt að gerast,“ segir Stella Björg Kristinsdóttir hjá Marel. Marel bauð upp á óhefðbundinn bás á Íslensku sjávarútvegssýningunni í ár. Þar leyfðu þau fólki að gægjast inn í framtíð fiskvinnslu með sýndarveruleikagleraugum.
Marel er eitt þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem tekur þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni 2017. Sýningin er haldin dagana 13. til 15. september 2017 í sýningarsölum Smárans og Fífunnar í Kópavogi.